Alþingismenn hafa gaman af því að leika sér með tölur og
alltaf er jafn gaman af því að horfa á þá “túlka” niðurstöður hins og þessa með
sínum hætti. Nýlegt dæmi er að sjálfsögðu eitt mesta bruðl seinni tíma,
Stjórnlagaráð, sem hefur líklega kostað Íslendinga vel yfir miljarð og
niðurstaðan er hver nákvæmlega ? Enn deila sérfræðingar um hvernig eigi að
túlka niðurstöður kosninganna sem fram fóru í ágúst síðastliðnum og fáir
virðast vera sammála.
Ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar hreykja sér af því að atvinnuleysi sé að minnka, hægt þó, en kjósa að hunsa þær tölur hagstofunnar að um 8000 fleiri einstaklingar hafa flutt frá Íslandi síðan 2008 heldur en til landsins. Þetta er svipaður fjöldi og ef allir íbúar í Mosfellsbæ hefðu flutt af landi brott á síðustu fjórum árum og flóttinn heldur áfram. Er enginn að velta þessum tölum fyrir sér?
Ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar hreykja sér af því að atvinnuleysi sé að minnka, hægt þó, en kjósa að hunsa þær tölur hagstofunnar að um 8000 fleiri einstaklingar hafa flutt frá Íslandi síðan 2008 heldur en til landsins. Þetta er svipaður fjöldi og ef allir íbúar í Mosfellsbæ hefðu flutt af landi brott á síðustu fjórum árum og flóttinn heldur áfram. Er enginn að velta þessum tölum fyrir sér?
Einstaklingar hafa réttindi sem tryggð eru að lögum. Oft er
það þannig að ríkisstofnanir leitast við að þrengja réttindin eða reyna jafnvel
að komast upp með að virða þau ekki. ÁTVR er ríkisstofnun og henni ber að fara
að lögum. Þau lög eru hluti af stærri heild og hún verður að uppfylla þær
kröfur sem gerðar eru á evrópska efnahagssvæðinu. Þótt viðurkennt sé bæði á því
svæði og innan EB að ríki er heimilt að reka einkasölu á áfengi þá getur
stofnunin ekki farið sínu fram heldur verður hún að virða almennar leikreglur
og gefa sem flestum færi á að koma vörum sínum á framfæri.
Það er síðan einkennilegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið að ráðherrar sem eru ábyrgir fyrir þessari stofnun virðast ekki treysta sér til að svara fyrir hana. Íslenskir stjórnmálamenn komast upp með ýmislegt eins og dæmin sanna.
Það er síðan einkennilegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið að ráðherrar sem eru ábyrgir fyrir þessari stofnun virðast ekki treysta sér til að svara fyrir hana. Íslenskir stjórnmálamenn komast upp með ýmislegt eins og dæmin sanna.
Í september 2012 kærði ÁTVR þá ákvörðun Neytendastofu að
samkvæmt EES mætti ÁTVR ekki selja sígarettur sem væru ekki með svokölluðum
“stoppara”. Auðvitað var sú kæra dæmd dauð og ómerk þar sem ÁTVR ber að fylgja
reglum EES eins og öllum öðrum þjóðum sem eiga aðild að evrópska efnahagssvæðinu.
Nú fyrir stuttu hefur aftur verið slegið á puttanna á þessarri ríkisreknu
einokunarstofnum. Í þetta sinn fyrir að banna sölu á drykkjum sem voru ekki með
myndmál þóknanlegt þeirri óskilgreindu nefnd sem starfar hjá ÁTVR og ákveður
hvað má selja. Í þetta sinn voru það ekki litlar stofnanir á Íslandi sem voru
að skamma þá, nei, við erum að tala um dómstól sem sér um að túlka ákvæði EES
samningsins, EFTA dómstólin. Niðurstaða dómstólsins var einfaldlega sú ÁTVR má
ekki synja að taka í sölu drykki, sem uppfylla öll önnur skilyrði, á grundvelli
þess að merkingarnar brjóti í bága við almennt velsæmi. Dómstóllinn lagði
áherslu á það að ríkinu og stofnunum þess ber að gæta meðalhófs og að
verklagsreglur verða að vera til þess fallnar að ná því markmiði sem að er
stefnt. Þessum skilyrðum var ekki fullnægt í tengslum við umrætt ákvæði, sem
heimilar ÁTVR að synja að taka áfenga drykki í sölu á grundvelli þess að
merkingarnar innihaldi upplýsingar sem kunna að brjóta í bága við almennt
velsæmi. Fyrir allt venjulegt fólk þýðir þetta að ÁTVR má ekki neita að taka í
sölu áfengi með miða á, sem þeim líkar ekki við, einhverra hluta vegna. Sem sagt,
siðareglur ÁTVR brjóta í bága við reglur EFTA dómstólsins. Dómstóllinn gaf út
álit, en álit hans eru ekki bindandi þó að farið sé í raun eftir þeim því
annars eru líkur á því að viðkomandi ríki myndi gerast brotlegt gegn
EES-samningnum og gæti þá einnig orðið skaðabótaskylt. Í kjölfar þessa máls hefur ÁTVR ákveðið að
gefa öllum sem búið var að neita um reynslusölu annan séns og stefnir því allt
í að á Íslandi brjótist fljótlega út stríð og eiturlyfjaneysla aukist til muna,
en það var einmitt hluti af rökum ÁTVR á sínum tíma þegar bannað var að selja
Motörhead Shiraz rauðvín sem nú er komið í hillur ÁTVR í Kringlunni, Skútuvogi
og Heiðrúnu. Forsvarsmenn ÁTVR sjá sem sagt ástæðu til þess að efna skyldur
sínar samkvæmt EES-samningnum án þess að fjármálaráðherra sjái nokkra ástæðu
til þess og eiga þeir hrós skilið fyrir.
I byrjun mars 2011 sótti fyrirtækið ROKK slf. um reynslusölu
á Motörhead rauðvíni í vínbúðum ríkisins. Því var hafnað af ÁTVR, samþykkt af
lögfræðingi Fjármálaráðuneytis en síðar hafnað af sama lögfræðingi nokkru
seinna. Þetta ferli tók eitt ár og hefur verið útlistað í fyrri greinum mínum.
Málið fór síðan inn á borð umboðsmanns Alþingis í janúar 2012 þar sem honum
fannst að ekki væri eðlilega staðið að málinu og krafði hann þáverandi fjármálaráðherra
um svör. Umboðsmaður gaf frest til 10. apríl, ekkert svar kom frá fr. Oddnýju
Harðardóttur. Umboðsmaður sendi Oddnýju ítrekunarbréf þann 8. maí, 14. júní og
26. júlí 2012. Engum þeirra var svarað. 14. nóvember fékk síðan fr. Katrín
Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, í hendurnar fjórða ítrekunarbréfið
frá umboðsmanni og það fimmta 19 desember 2012. Það var síðan ekki fyrr en í
lok apríl 2013 sem svar barst frá ráðuneytinu. Þar var littlu bætt við fyrri
niðurstöður og röksemdafærsla af skornum skammti. Þeirra skoðun er enn sú að
vínið sé stórhættulegt og varði við almannahagsmuni að setja það á markað.
Maður hlýtur að spyrja sig, ef ráðuneytið sér ekki ástæðu til
þess að svara umboðsmanni Alþingis fyrr en seint og illa, hvaða séns hefur
almenningur á skilvirkri og heiðarlegri umsýslu sinna mála hjá ráðuneytum
landsins ?
HOB vín vildu fá að flytja inn eplacider en var hafnað með svipuðum rökum og Motörhead Shiraz var hafnað. Þeir kærðu sitt mál einnig til umboðsmanns Alþingis sem sendi fimm ítrekunarbréf til fjármálaráðherra, fr. Katrínar Júlíusdóttur, án þess að fá svar. Ráðherra fékk síðan þriggja síðna harðort skammarbréf frá umboðsmanni fyrir lélega stjórnsýslu. Mér er til efs að hún hafi svo mikið sem lesið það.
Þeir fáu sem hafa fjármagn, tíma og nennu og ákveða að kæra ríkisstofnanir fyrir afleit vinnubrögð virðast hafa erindi sem erfiði oftar en ekki. Einhvern veginn finnst mér það vera lengri leiðin til þess að fá þokkalega þjónustu. Frá því að ég man eftir mér hefur fólk allt í kringum mig kvartað yfir samskiptum sínum við ríkisstofnanir og eftir því sem þær eru stærri þeim mun verri þjónustu fær það. Af hverju er þjónustustigið hjá ríkisstofnunum svona gríðalega lágt ? Í rúmt ár núna hefur fyrirtækið ROKK slf. leyst út áfengi hjá tollstjóraembættinu án erfiðleika. Nú bregður svo við að nýjar reglur sem tóku gildi í lok nóvember 2012 skylda öll ný fyrirtæki til að borga fyrirfram hjá tollstjóra til þess að geta leyst út vörur sínar. Í stað þess sem áður var að fyrirtæki fengu tollkrít til að leysa út sínar vörur. Þetta er enn ein reglan frá Fjármálaráðuneytinu til þess að gera sprotafyrirtækjum erfitt fyrir.
HOB vín vildu fá að flytja inn eplacider en var hafnað með svipuðum rökum og Motörhead Shiraz var hafnað. Þeir kærðu sitt mál einnig til umboðsmanns Alþingis sem sendi fimm ítrekunarbréf til fjármálaráðherra, fr. Katrínar Júlíusdóttur, án þess að fá svar. Ráðherra fékk síðan þriggja síðna harðort skammarbréf frá umboðsmanni fyrir lélega stjórnsýslu. Mér er til efs að hún hafi svo mikið sem lesið það.
Þeir fáu sem hafa fjármagn, tíma og nennu og ákveða að kæra ríkisstofnanir fyrir afleit vinnubrögð virðast hafa erindi sem erfiði oftar en ekki. Einhvern veginn finnst mér það vera lengri leiðin til þess að fá þokkalega þjónustu. Frá því að ég man eftir mér hefur fólk allt í kringum mig kvartað yfir samskiptum sínum við ríkisstofnanir og eftir því sem þær eru stærri þeim mun verri þjónustu fær það. Af hverju er þjónustustigið hjá ríkisstofnunum svona gríðalega lágt ? Í rúmt ár núna hefur fyrirtækið ROKK slf. leyst út áfengi hjá tollstjóraembættinu án erfiðleika. Nú bregður svo við að nýjar reglur sem tóku gildi í lok nóvember 2012 skylda öll ný fyrirtæki til að borga fyrirfram hjá tollstjóra til þess að geta leyst út vörur sínar. Í stað þess sem áður var að fyrirtæki fengu tollkrít til að leysa út sínar vörur. Þetta er enn ein reglan frá Fjármálaráðuneytinu til þess að gera sprotafyrirtækjum erfitt fyrir.
Í endurreisnarskýrslu sjálfstæðismanna sem kom út árið 2009
leggja þeir sérstaklega til að stuðningur sé fyrir hendi þegar einstaklingar
séu að stofna ný fyrirtæki og vilja einnig sjá hvata til að styrkja við
nýsköpun. Allt annað virðist hafa verið uppá teningnum hjá fráfarandi
ríkisstjórn, en í dag fer 87% af verði hverrar vodka flösku, sem seld er í ÁTVR,
beint í kassann hjá ríkinu.
Það er einlæg von mín að ný ríkisstjórn taki á þessum slælegu
vinnubrögðum innan ráðuneytanna og komi þessum ráðþrota ráðherrum frá. Nóg er
til af hæfu fólki sem er tilbúið að sinna þessarri vinnu og gera það mun betur
en það fólk sem virðist vera æviráðið á þessar stofnanir og þurfi ekki að sanna
eða sýna einum né neinum að það sé yfir höfuð að gera nokkuð í vinnunni. Á
mörgum vinnustöðum eru reglulega haldin starfsmannaviðtöl þar sem yfirmenn og
undirmenn fara yfir liðið ár og frammistöðu starfsmanns. Það er löngu tímabært
að taka slíkt upp í ráðuneytum landsins og opinberum stofnunum.
Lifið heil
Hjörleifur Árnason
Höfundur er áhugamaður um frjálsa hóflega víndrykkju
Engin ummæli:
Skrifa ummæli