Meðalkostnaður við eins
manns ágætis herbergi á góðu hóteli á
Íslandi er um 20 – 25 þúsund krónur með morgunmat. Það vill svo skemmtilega til
að samkvæmt Páli Winkel fangelsismálastjóra er það einmitt svipuð upphæð og sem
kostar að vista fanga í fangelsum á Íslandi. Þetta er um 8.5 milljónir á ári. Kostnaður
við hvern fanga í Bandaríkjunum er um 2.5 milljónir. Kostnaður per fanga á
Íslandi er um helmingi meiri en meðal verkamaður þénar á ári, fyrir skatt.
Þegar maður hefur þessar tölur fyrir framan sig hýtur að vakna sú spurning
hvort það sé eðlilegt að það kosti helmingi meira, að halda uppi einstaklingi
sem hefur brotið svo alvarlega af sér að það þurfi að fjarlægja hann úr umferð,
en meðal verkamaður getur þénað á ári með eðlilegri vinnu með öllu sem því
fylgir ?
Á íslandi eru fimm fangelsi og er nýting þeirra um 110%. Margir þeir sem dvelja í fangelsum landsins eru þar vegna þess að þeir hafa rænt almenna borgara, nauðgað, drepið eða limlest saklaust fólk. Þessir glæpamenn hafa jafnvel eyðilagt heilu fjölskyldurnar með verknaði sínum, gert hluti sem aldrei verða bættir. Að moka þægindum undir þessa glæpamenn og gera þá að fjölmiðlastjörnum er eitthvað sem er algerlega óskiljanlegt og óþolandi.
Hið nýja fangelsi sem verður byggt á Hólmsheiði kemur til með að kosta 2 milljarða og ekki skrýtið þar sem farið verður í einu og öllu eftir hinum svokallaða Nordic Built sáttmála. Sú hugmyndafræði byggir á að við skoðun á manngerðu umhverfi er leitast við að auka lífsgæði, nýta sjáflbærni, staðbundnar auðlindir og byggja á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best. Það er ekki eins og það sé verið að byggja hús fyrir glæpamenn. Alls verða ekki nema 56 fangar vistaðir í þessum lúxus. Aðbúnaður hvers fanga kostar því 37 milljónir plús innanstoksmunir sem verða væntanlega ekki af verri endanum. Sem dæmi um það sem koma skal hefur Framvkæmdasýsla ríksisns ákveðið að punga út 25 milljónum bara í listskreytingar svo eitthvað verður nú splæst í aðstöðuna.
Það eina sem þolendur glæpa vilja sjá er að glæpamönnunum sé komið úr umferð svo fleiri þurfi ekki að lenda í sama skaða og þeir hafa þurft að þola. Með rándýrum og of fáum fangelsum, allt of þungu réttarkerfi og óþolandi biðlistum reynist það íslenska ríkinu þrautin þyngri að uppfylla þessar lágmarkskröfur þolenda. Fyrir vikið heyrum við reglulega af „góðkunningjum lögreglunnar“ sem hún þarf að eiga við jafnvel mörgum sinnum á ári.
Á íslandi eru fimm fangelsi og er nýting þeirra um 110%. Margir þeir sem dvelja í fangelsum landsins eru þar vegna þess að þeir hafa rænt almenna borgara, nauðgað, drepið eða limlest saklaust fólk. Þessir glæpamenn hafa jafnvel eyðilagt heilu fjölskyldurnar með verknaði sínum, gert hluti sem aldrei verða bættir. Að moka þægindum undir þessa glæpamenn og gera þá að fjölmiðlastjörnum er eitthvað sem er algerlega óskiljanlegt og óþolandi.
Hið nýja fangelsi sem verður byggt á Hólmsheiði kemur til með að kosta 2 milljarða og ekki skrýtið þar sem farið verður í einu og öllu eftir hinum svokallaða Nordic Built sáttmála. Sú hugmyndafræði byggir á að við skoðun á manngerðu umhverfi er leitast við að auka lífsgæði, nýta sjáflbærni, staðbundnar auðlindir og byggja á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best. Það er ekki eins og það sé verið að byggja hús fyrir glæpamenn. Alls verða ekki nema 56 fangar vistaðir í þessum lúxus. Aðbúnaður hvers fanga kostar því 37 milljónir plús innanstoksmunir sem verða væntanlega ekki af verri endanum. Sem dæmi um það sem koma skal hefur Framvkæmdasýsla ríksisns ákveðið að punga út 25 milljónum bara í listskreytingar svo eitthvað verður nú splæst í aðstöðuna.
Það eina sem þolendur glæpa vilja sjá er að glæpamönnunum sé komið úr umferð svo fleiri þurfi ekki að lenda í sama skaða og þeir hafa þurft að þola. Með rándýrum og of fáum fangelsum, allt of þungu réttarkerfi og óþolandi biðlistum reynist það íslenska ríkinu þrautin þyngri að uppfylla þessar lágmarkskröfur þolenda. Fyrir vikið heyrum við reglulega af „góðkunningjum lögreglunnar“ sem hún þarf að eiga við jafnvel mörgum sinnum á ári.
Hvað er til ráða ?
Þriggja þrepa
fangelsisvistun þar sem fyrstu tvö þrepin eru hugsuð sem betrun en hið þriðja
er eingöngu refsing.
Mætti hugsa sér að í fyrsta þrepi þar sem dómur er innan við ár og gerandi er að brjóta af sér í fyrsta skipti yrði vistun á svipuðum nótum og Kvíabryggja er í dag. Opið fangelsi þar sem viðkomandi getur sótt nám og unnið fyrir sér. Næsta þrep gæti verið ef dómur er tvö ár eða minna og gerandi er að brjóta af sér í fyrsta skipti. Þá færi vistun fram í lokuðu fangelsi líkt og Litla Hrauni. Þar væri einnig í boði nám og vinna. Þriðja og síðasta þrepið er eingöngu hugsað fyrir mjög alvarlega glæpi eða síbrotamenn, t.d. hina svokölluðu „góðkunningja“. Þar væru fangar einfaldlega settir í ódýr fanglesi sem eingöngu væru hugsuð til þess að halda þeim inni og refsa fyrir glæpi sína. Ekkert nám væri í boði, engin afþreying og engin vinna. Staðsetning þessa fangelsis væri fjarri öllum mannabygðum og ætti þetta að vera staður sem enginn lifandi maður vildi dvelja á. Með þessu móti er ljóst að nokkur atriði náist fram. Möguleiki á að byggja fleiri fangelsi fyrir miklu minni pening, biðlistar eftir fangavist myndu hverfa, lögreglan þyrfti ekki að eyða sínum dýrmæta tíma í að eltast við sömu glæpamennina hvað eftir annað og saklausir borgarar gætu hugsanlega andað örlítið léttar.
Nú verða eflaust margir fljótir að koma með pantaða tölfræði um að verri fangavist skili ekki betri fólki út úr fangelsunum. Svarið við því er einfalt, ef það er búið að brjótast inn til þín og þeir haldið nauðugum á meðan fjölskyldunni er misþyrmt þá er þér bara alveg sama hvort glæpamennirnir komist ekki örugglega í ræktina alla daga vikunnar og fái ekki diploma á húsgagnasmíði þegar þeir losna úr fangelsi eftir allt of stuttan tíma. Aðalmálið er að losna við glæpamenn af götunum, ekki að dúða þá í bómul og eyða milljónum í reyna að gera þá að betri samborgurum sem reynslan hefur sýnt að gangi hvort eð er ekki eftir í mörgum tilfellum.
Mætti hugsa sér að í fyrsta þrepi þar sem dómur er innan við ár og gerandi er að brjóta af sér í fyrsta skipti yrði vistun á svipuðum nótum og Kvíabryggja er í dag. Opið fangelsi þar sem viðkomandi getur sótt nám og unnið fyrir sér. Næsta þrep gæti verið ef dómur er tvö ár eða minna og gerandi er að brjóta af sér í fyrsta skipti. Þá færi vistun fram í lokuðu fangelsi líkt og Litla Hrauni. Þar væri einnig í boði nám og vinna. Þriðja og síðasta þrepið er eingöngu hugsað fyrir mjög alvarlega glæpi eða síbrotamenn, t.d. hina svokölluðu „góðkunningja“. Þar væru fangar einfaldlega settir í ódýr fanglesi sem eingöngu væru hugsuð til þess að halda þeim inni og refsa fyrir glæpi sína. Ekkert nám væri í boði, engin afþreying og engin vinna. Staðsetning þessa fangelsis væri fjarri öllum mannabygðum og ætti þetta að vera staður sem enginn lifandi maður vildi dvelja á. Með þessu móti er ljóst að nokkur atriði náist fram. Möguleiki á að byggja fleiri fangelsi fyrir miklu minni pening, biðlistar eftir fangavist myndu hverfa, lögreglan þyrfti ekki að eyða sínum dýrmæta tíma í að eltast við sömu glæpamennina hvað eftir annað og saklausir borgarar gætu hugsanlega andað örlítið léttar.
Nú verða eflaust margir fljótir að koma með pantaða tölfræði um að verri fangavist skili ekki betri fólki út úr fangelsunum. Svarið við því er einfalt, ef það er búið að brjótast inn til þín og þeir haldið nauðugum á meðan fjölskyldunni er misþyrmt þá er þér bara alveg sama hvort glæpamennirnir komist ekki örugglega í ræktina alla daga vikunnar og fái ekki diploma á húsgagnasmíði þegar þeir losna úr fangelsi eftir allt of stuttan tíma. Aðalmálið er að losna við glæpamenn af götunum, ekki að dúða þá í bómul og eyða milljónum í reyna að gera þá að betri samborgurum sem reynslan hefur sýnt að gangi hvort eð er ekki eftir í mörgum tilfellum.
Rafrænt eftirlit á föngum
þyrfti líka að aukast en það hefur gefist mjög vel í Svíþjóð, Danmörk og
Noregi. Helstu gallar við það hingað til er kostnaður en auðveldlega má draga
úr honum með því að láta föngum í té GSM síma með GPS sendum, sem eru í flestum
símum í dag, svo hægt sé að staðsetja þá í stað rándýra öklabanda sem þykja til
þessa hafa haft háa bilanatíðni. Með GPS síma er einnig hægt að hringja inn
myndrænt til að sanna staðsetningu fangans. Eitthvað sem ekki er hægt með
öklabandi. Rafrænt eftirlit er að sjálfsögðu eingöngu nýtt hjá föngum sem þykja
til þess hæfir. Allir fangar sem gætu nýtt sér rafrænt eftirlit ættu að taka
þátt í samfélagsþjónustu og hana mætti stórauka. Má þar t.d. nefna aðstoð við
að halda útivistarperlum Íslands þrifalegum með sorphirðu, leggja
göngustíga og girða af viðkvæmar
náttúruperlur. Reglulega kemur upp sú umræða hér á landi um það hver á að bera
kostnað af þessum framkvæmdum og sjá um þær. Oft eru þessir staðir ekki í
alfaraleið og erfitt að fá fólk í verkið. Með aukinni samfélagsþjónustu fanga
mætti hugsanlega bjarga mörgum af perlum Íslands frá stöðugt auknum þunga
ferðamanna. Það er löngu tímabært að sjá fanga
í appelsínugulum göllum spranga um landið að tína rusl og ditta að hinu
og þessu. Það er ótrúlegur miskilningur og byggður á ranghugmyndum að það sé
verið að brjóta á mannréttindum fólks þótt það sé látið vinna samfélagsvinnu.
Hlutfall erlendra
ríkisborgara í íslenskum fangelsum er búið að stóraukast síðan Íslendingar
gengu í Schengen árið 2001. Var 8% þá en er komið í um 22% í dag. Þessir fangar
hafa margir hverjir haft á orði bæði í fjölmiðlum og annarsstaðar að fangelsi á
Íslandi væru líkari fimm stjörnu hótelum í þeirra heimalandi. Með það á bakvið
eyrað, er nema von að þessir fáu svörtu sauðir landa í Schengen hiki ekki við
að streyma til landsisn í von um skjótfenginn gróða. Þessir fangar hafa engann
áhuga á því að láta framselja sig til síns heimalands þveröfugt við það sem
gerist þegar Íslendingar eru teknir erlendis með fulla vasa af eiturlyfjum á
leiðinn til Íslands að selja skólakrökkum og eyðileggja fleiri fjölskyldur. Þá
fara fjölmiðlar á fullt að gagnrýna utanríkisráðherra að ganga ekki í málið og
fá glæpamanninn strax heim, undirskriftalistar byrja á Facebook og blaða- og
sjónvarpsmenn keppast um að taka viðtöl.
Þegar svo er komið að fólkið sem byggði landið og býr nú á heimilum fyrir aldraða skilur ekki orð af því sem starfsmennirnir segja, fær ekki að fara í bað nema með frekju og er aðskilið frá maka sínum til þess eins að vera þvingað til þess að búa með óþekktum einstaklingi í allt of litlum herbergjum er kominn tími til þess að fara aðeins að endurskoða forgangsröðunina hjá hinu opinbera. Eftirminnilegt er viðtal við eldri mann í sjónvarpinu sem sagði að hann væri að hugsa um að fara að stunda glæpi þar sem aðbúnaður á Litla Hrauni liti út fyrir að vera töluvert betri en sá sem hann hafði. Það er löngu tímabært að taka á glæpamönnum eins og um glæpamenn sé að ræða en ekki eins og fjölmiðlastjörnum sem koma á forsíðum blaðana vegna þess að þeir náðu heilum mánuði á Hrauninu án þess að detta í það.
Þegar svo er komið að fólkið sem byggði landið og býr nú á heimilum fyrir aldraða skilur ekki orð af því sem starfsmennirnir segja, fær ekki að fara í bað nema með frekju og er aðskilið frá maka sínum til þess eins að vera þvingað til þess að búa með óþekktum einstaklingi í allt of litlum herbergjum er kominn tími til þess að fara aðeins að endurskoða forgangsröðunina hjá hinu opinbera. Eftirminnilegt er viðtal við eldri mann í sjónvarpinu sem sagði að hann væri að hugsa um að fara að stunda glæpi þar sem aðbúnaður á Litla Hrauni liti út fyrir að vera töluvert betri en sá sem hann hafði. Það er löngu tímabært að taka á glæpamönnum eins og um glæpamenn sé að ræða en ekki eins og fjölmiðlastjörnum sem koma á forsíðum blaðana vegna þess að þeir náðu heilum mánuði á Hrauninu án þess að detta í það.
Hjörleifur Árnason
Áhugamaður um betra samfélag
Áhugamaður um betra samfélag