Hugmynd fyrir Leikfélag Akureyrar.
LA sem er bráðum að verða 100 ára er komið í þá aðstöðu að á
næsta leikári verða engin leikverk sett á svið. Þetta eru náttúrulega ekki
góðar fréttir þar sem það er jafn rótgróið í þorp og bæi á Íslandi að vera með
leikfélag eins og sundlaug eða sjoppu. Hvað er til ráða ? Kannski Ratleikhús
geti hjálpað ?
Veistu ekki hvað ratleikhús er ? Ég skal útskýra.
Eins og í hverjum öðrum ratleik þá er markmiðið að finna tákn eða hluti með aðstoð korts en í þessum leik eru vísbendingarnar leikarar.
Leikurinn byrjar þannig að þú kaupir spjald sem þú getur nælt í barminn og færð með kort þar sem kemur fram á hvaða stöðum eru vísbendingar. Þessir staðir geta verið t.d. Bláa kannan, Eymundson, Jón Sprettur, Dressman Glerártorgi eða bara hvað sem er.
Leikarar á Akureyri þurfa sjálfsagt einhversstaðar að vinna ef þeir eru ekki að leika og væri hægt að einblína á þá staði þar sem þeir eru. Þegar þú svo mætir á staðinn þarft þú að finna „tengiliðinn“ og ná uppúr honum vísbendingunni. Tengiliðurinn (leikarinn) sér að þú ert með barmmerkið og setur sig þá í hlutverk og spilar með í leiknum. Þannig ferð þú á milli staða og veiðir upplýsingar uppúr öllum „tengiliðunum“ og í leiðinni fá leikararnir tækifæri að viðhalda leikhæfileikunum. Jafnvel væri hægt að búa til einhverskonar sögu sem leiðir þig áfram og hver og einn leikari er með hlutverk í sögunni. Sagan er á kortinu sem þú færð með barmerkinu og þú átt að fylla í eyðurnar. Barmerkin væri hægt að fá í tveim litum og væri t.d. blái liturinn fyrir íslendinga og rauði fyrir enskumælandi. Hagnaðurinn sem kæmi af sölu barmerkjanna myndi svo renna til LA. Þeir sem þyrftu að koma að þessu væru LA, Akureyrarbær og að sjálfsögðu eigendur fyrirtæjanna. Eins og í öllum góðum leikjum væru svo frábær verðlaun í boði fyrir þá sem klára leikinn.
Veistu ekki hvað ratleikhús er ? Ég skal útskýra.
Eins og í hverjum öðrum ratleik þá er markmiðið að finna tákn eða hluti með aðstoð korts en í þessum leik eru vísbendingarnar leikarar.
Leikurinn byrjar þannig að þú kaupir spjald sem þú getur nælt í barminn og færð með kort þar sem kemur fram á hvaða stöðum eru vísbendingar. Þessir staðir geta verið t.d. Bláa kannan, Eymundson, Jón Sprettur, Dressman Glerártorgi eða bara hvað sem er.
Leikarar á Akureyri þurfa sjálfsagt einhversstaðar að vinna ef þeir eru ekki að leika og væri hægt að einblína á þá staði þar sem þeir eru. Þegar þú svo mætir á staðinn þarft þú að finna „tengiliðinn“ og ná uppúr honum vísbendingunni. Tengiliðurinn (leikarinn) sér að þú ert með barmmerkið og setur sig þá í hlutverk og spilar með í leiknum. Þannig ferð þú á milli staða og veiðir upplýsingar uppúr öllum „tengiliðunum“ og í leiðinni fá leikararnir tækifæri að viðhalda leikhæfileikunum. Jafnvel væri hægt að búa til einhverskonar sögu sem leiðir þig áfram og hver og einn leikari er með hlutverk í sögunni. Sagan er á kortinu sem þú færð með barmerkinu og þú átt að fylla í eyðurnar. Barmerkin væri hægt að fá í tveim litum og væri t.d. blái liturinn fyrir íslendinga og rauði fyrir enskumælandi. Hagnaðurinn sem kæmi af sölu barmerkjanna myndi svo renna til LA. Þeir sem þyrftu að koma að þessu væru LA, Akureyrarbær og að sjálfsögðu eigendur fyrirtæjanna. Eins og í öllum góðum leikjum væru svo frábær verðlaun í boði fyrir þá sem klára leikinn.
Þá veistu hvað ratleikhús er.